Thursday, June 11, 2020
Um netfundadeildina - og þessa síðu
Verið velkomin í netfundadeild Al-Anon á zoom.
Markmið þessarar síðu er að gera lesefni fyrir fundina aðgengilegt öllum. Það eina sem þú þarft að gera til að vera með á netfundi er:
a) að vera með aðgang að zoom (það er ókeypis) og
b) smella á fundarhlekkinn hér að til að komast á fund: Netfundir á zoom
Fundartími er kl. 18:00 að íslenskum tíma, öll fimmtudagskvöld.
Ekki vera feimin(n) við að bjóða öllum þeim sem áhuga kunna að hafa að mæta á fundina! Flest okkar sem fundina stundum erum búsett fjarri virkum 12 spora hópum, en við fögnum ðllum þeim sem vilja slást í hópinn. Þátttaka á netfundum er til að mynda fyrirtaks 12. spor fyrir þau ykkar sem búið við þann lúxus að geta stundað ,,venjulega" fundi í raunheimum.
Á vormánuðum 2012 fengum við loks, eftir eins og hálfs árs starf, viðurkenningu frá Alþjóðaskrifstofu Al-Anon í Bandaríkjunum. Við urðum þar með fyrsta netfundadeild Al-Anon í heiminum. Við vorum á Skype í tæp 9 ár, en skiptum yfir á Zoom á vormánuðum 2020 og störfum þar enn af fullum krafti :-)
Það reyndi heldur betur á skriffinnskuna í Al-Anon kerfinu að koma deildinni á koppinn, en hún hefur margsýnt og sannað gildi sitt og við erum stolt af því að bjóða ykkur velkomin í netfundadeild Al-Anon á Zoom.
Subscribe to:
Posts (Atom)