Zoom - leiðarvísir
1. Til að heiðra nafnleyndina, þá er skilyrði að staðsetja sig í mynd þegar mætt er á fundinn og ver í mynd meðan á fundi stendur.
2. Þátttakendur skulu skrá eingöngu fornafn sitt í forritinu, ekki fullt nafn.
3. Það eru vinsamleg tilmæli til allra sem eru á fundunum að vera með athyglilna á fundinum til að sýna öðrum virðingu.
4. Passa skal að hafa alltaf á mute þegar fundur er byrjaður og ef maður fær orðið þá unmute-ar maður sjálfan sig og setur svo aftur á mute þegar maður hefur lokið máli sínu.
5. Mælst er til þess ef það er annað fólk í kringum mann að nota þá heyrnartól til að virða 12. erfðavenjuna.
6. Nota skal spjallgluggann með nærgætni og ekki skal vera ritað spjall í gangi meðan tjáning er. Ef þátttakendur vilja þakka ræðumanni í spjallglugganum þá skal það gert eftir að viðkomandi hefur lokið máli sínu.
7. Einnig skal nota spjallgluggann til þess að heilsa þeim ræðumanni sem tekur til máls eftir að viðkomandi hefur kynnt sig. Alls ekki unmute-a sig til þess að segja hæ við viðkomandi.
8. Netþjónn (tæknistjóri) hefur leyfi til þessa að vísa fólki út af fundinum merki það sig ekki með nafni og mynd.
No comments:
Post a Comment