Netfundarform (ritari)


Netfundarform (ritari)

Netfundastjóri er oft einnig tæknistjóri á Zoom, sjá sér leiðbeiningar þar um.

1.    Fyrir fund: Opna gmail. Athuga hvort eitthvað hefur borið sem þarf að bregðast við á einn eða annan hátt. Upplýsa nýliða, eftir atvikum. 

2.    Við upphaf fundar les ritari les eftirfarandi:  
·      Ég heiti (nafn ritara) og er aðstandandi. Velkomin á Al-anon netfund.
·      Við minnum á að hér ríkir nafnleynd og það sem þú heyrir hér, geymir þú með sjálfum þér. Vinsamlegast notið heyrnatól ef þið eruð ekki ein svo að að enginn utanaðkomandi aðili heyri tjáningu annarra félaga.
·      Vinsamlegast gætið þess að friður og hljóð sé í kringum ykkur þegar þið talið, og stillið aðgang ykkar á „silent“ þegar þið eruð ekki að tala. Æskilegt er að stilla síma á að hringja ekki og sleppa notkun lyklaborðs meðan á fundi stendur. Vinsamlegast verið í mynd. Þeir sem fara úr mynd eru settir út af fundinum.
·      Við biðjum meðlimi að sýna umburðarlyndi ef upp koma tæknilegir örðugleikar. Tæknistjóri reynir sitt besta til að stýra öllu á rétta braut.

3. Ritari útdeilir lesefni (gott að vera búin/n að undirbúa skiptinguna áður): 
   
      Inngangsorð (skrifa nafn)___________________
      12 sporin (skrifa nafn) _____________________
      Loforð (skrifa nafn)________________________
      Lokaorð (skrifa nafn) ______________________

Ritari má einnig deila öðru ráðstefnusamþykktu lesefni, t.d. af heimasíðu Al-anon.

4. Ritari kynnir fyrirkomulag fundarins með því að lesa eftirfarandi upp:

·      Í upphafi fundar les einn félagi inngangsorðin og annar 12 sporin – svo tekur við 10 - 15 mínútna leiðari og að því loknu mun leiðari benda á meðlimi sem þá geta tjáð sig. (Ef enginn leiðari er ákveður ritari hvað gera skal, t.d. að lesa eitthvað ráðstefnusamþykkt lesefni).

·      Hvort við höfum tímavörð hverju sinni fer eftir fjölda þátttakenda
(* segja annan hvort eftirfarandi valkosta, eftir því hve mörg eru á fundinum:
        - Almennt má reikna með 3-5 mínútum í hverja tjáningu (þegar fámennt).  
        - Ritari mun tilgreina gróflega hve langan tíma þátttakendur hafa til að tjá sig (þegar fjölmennt)

5. Nú les______________________ Inngangsorðin
6. Nú les ______________________12 sporin

7a) Ef það er leiðari: Þá vil ég bjóða velkominn leiðara fundarins____________
sem  mun segja okkur hvernig þetta var, frá prógraminu, breytingunum og batanum í u.þ.b. 10-15 mín.

7b) Ef það er enginn leiðari: Lesa t.d eitthvað úr Einn dag í einu í Al-Anon

8. Eftir að leiðari hefur lokið máli sýnu þá segir ritari
Við tölum ekki ofan í hvert annað, gagnrýnum ekki tjáningu hvers annars og nefnum ekki nöfn annarra félaga á fundinum. Tjáning stendur til 20:55. Leiðari bendir núna á fólk.

9. Í lok fundar segir ritari:  Að lokum les________________Loforðin

10. Er einhver með Al-anon tengda tilkynningu? Föst tilkynning frá ritara:

Ég vil minna á 7. erfðavenjuna en hún segir „Sérhver deild ætti að vera algjörlega á eigin framfæri og hafna utanaðkomandi framlögum.“ Við látum ekki pottinn ganga í þessari deild eðlis málsins samkvæmt, en þeir sem vilja geta greitt framlag inn á reikning sem ég set hér í samtalsgluggann

 

Almennur reikningur samtakanna er:

0101-26-021674, kt. 680978-0429

 

11. Við lok fundar les ritari eftirfarandi upp:
  • Ef einhver er til í að leiða næst, látið mig vita.
  • Þið sem viljið bjóða ykkur fram sem trúnaðarkonur / -menn endilega ritið það í samtalsgluggann. (Skrifa ,,Trúnaðarkona/-maður) og hvernig best er að ná í ykkur.
  • Þið sem viljið fá ykkur trúnaðarmann / -konu megið endilega rita það í samtalsgluggann (Skrifa: „Vantar trúnaðarkonu/-mann) og hvernig best er að ná í ykkur.
  • Þið sem viljið deila reynslu ykkar af 12 spora starfi með öðrum félögum, skrifið það í samtalsgluggann (Skrifa ,,Deila reynslu) og hvernig best er að ná í ykkur
  • Þá vil ég biðja _________________ að lesa lokaorð Al-anon. Þar kemur fram að leiðari lesi Æðruleysisbænina og við hin förum með hana í hljóði, með stillt á silent.
Æðruleysisbænin: "Guð, gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli."
TAKK FYRIR FUNDINN :)


DEILDARUPPLÝSINGAR APRÍL 2020
Helga er deildarfulltrúi og varafulltrúa vantar

 AUKAUPPLÝSINGAR JÚNÍ 2020
14/5-2020 Bókalestur á Zoom – hlekkur
Zoom ID: 805 797 0615 password: 014331

No comments: