Lokaorð netfundadeildar


Að lokum vil ég taka það fram að þær skoðanir sem hér hafa komið fram voru eingöngu skoðanir þeirra sem töluðu. Takið það sem ykkur geðjast að en látið annað liggja á milli hluta.
          Þau orð sem hér hafa verið töluð voru sögð í trúnaði og skal farið með þau sem trúnaðarmál. Haldið þeim innan þessara veggja og í huga ykkar.
          Nokkur orð sérstaklega ætluð nýliðum: Hver sem vandamál ykkar eru þá er einhver meðal okkar sem hefur líka átt við þau að stríða. Ef þið takið því sem hér er sagt með opnum huga munu þið öðlast hjálp. Ykkur mun verða ljóst að ekkert ástand er það slæmt og engin óhamingja það mikil að ekki megi úr bæta.
          Við erum ekki fullkomin, því getur farið svo að þið finnið ekki þá einlægni og vinarhug sem við viljum sýna ykkur.
          Ef til vill fellur þér ekki við alla hér en fyrr en varir fer þér að þykja vænt um okkur á mjög sérstakan hátt - á sama hátt og okkur þykir vænt um þig.
          Talið hvert við annað um vandamálin en forðist slúður og ádeilur. Þið skuluð heldur þroska með ykkur skilning, vináttu og frið Al-anon aðferðarinnar - einn dag í einu.
Að lokum viljum við minna á nafnleyndina og heimasíðu samtakanna www.al-anon.is.
          Ég ætla að biðja þá sem það vilja að fara með lokabænina sem hjá okkur er æðruleysisbænin.
(Leiðari fer með æðruleysisbænina, við hin förum með hana í hljóði eða með stillt á silent)

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það,

sem ég fæ ekki breytt

kjark til að breyta því,

sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli

No comments:

Post a Comment